Hraunflæði ógnar innviðum við Svartsengi

Hraun rennur meðfram varnargörðum og veldur álagi á þá.
Hraun rennur meðfram varnargörðum og veldur álagi á þá. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Hraunstraumar sem renna til vesturs frá eldgosinu við Sundhnúksgíga valda álagi á varnargarða og er staðan viðkvæm hvað varðar möguleg áhrif á innviði í og við Svartsengi, að segir í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar.

Íbúar á Suðurnesjum þurfa að vera undir það búnir að eldgosið muni hafa áhrif á afhendingu á heitu vatni og hafa HS Veitur og HS Orka hvatt notendur til fara sparlega með vatnið og gæta þess að halda varma inni í húsum. Það muni koma sér vel ef aðstæður breytast og heitt vatn hættir að berast frá Svartsengi.

mbl.is/Hörður Kristleifsson

Hraunkæling til reiðu

Almannavarnir hafa virkjað næsta skref í vörnum sem felst í hækkun varnargarða og undirbúningi hraunkælingar við þá og er kælingin nú til reiðu.

Auk þess er unnið að því að byrgja þann hluta Njarðvíkuræðar sem liggur innan varnargarða með sama hætti og lögnin er varin fyrir utan varnargarða, að segir í tilkynningu frá HS Veitum. 

Þær varnir hafi haldið eftir að hraun flæddi yfir lagnaleiðina utan garða síðastliðinn fimmtudag. Vel sé fylgst með ástandi lagnarinnar og allar mælingar bendi til þess að hraunflæði hafi enn sem komið er ekki haft áhrif og afhendingargetan því óskert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert