Íbúar ráða örlögum verksmiðju

Áætlað útlit mölunarverksmiðju Heidelberg og hafnar.
Áætlað útlit mölunarverksmiðju Heidelberg og hafnar. Tölvugerð mynd úr gögnum á vefsíðu Ölfuss

Örlög fyr­ir­hugaðrar möl­un­ar­verk­smiðju Heidel­berg við Kefla­vík í Þor­láks­höfn verða ráðin í bind­andi at­kvæðagreiðslu íbúa í Ölfusi sem hefst á mánu­dag­inn og stend­ur yfir til 9. des­em­ber. Fjöl­menn­ur íbúa­fund­ur vegna verk­smiðjunn­ar var hald­inn í Ráðhúsi Ölfuss í fyrra­kvöld.

Verk­efnið er um­deilt, sér­stak­lega af hálfu fyr­ir­tæk­is­ins First Water sem hef­ur lýst áhyggj­um af áhrif­um verk­smiðjunn­ar sem fari ekki sam­an við mat­væla­fram­leiðslu á borð við lax­eldi í ná­grenn­inu. Verk­smiðjan og bygg­ing hafn­ar geti m.a. haft nei­kvæð áhrif á starf­semi First Water, sem er að byggja lax­eldi á landi við Laxa­braut, sömu götu og starf­semi Heidel­berg á að fara fram við. Var íbúa­kosn­ingu sem halda átti í maí sl. frestað vegna gagn­rýn­inn­ar og ákveðið að afla frek­ari gagna.

Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri Ölfuss seg­ir að fund­ur­inn hafi farið vel fram og á heild­ina litið hafi farið fram heil­brigð og skyn­söm skoðana­skipti og fram­sögu­fólk verið upp­lýs­andi. „Stóra er­indið var að svara þeim var­hug sem reist­ur var á vor­dög­um varðandi ryk­meng­un, hljóðmeng­un og titr­ing,“ seg­ir Elliði.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka