Sigmundur og Þorgerður tóku minnst þátt

Sigmundur og Þorgerður voru með minnstu þátttökuna í atkvæðagreiðslum á …
Sigmundur og Þorgerður voru með minnstu þátttökuna í atkvæðagreiðslum á yfirstandandi þingi. Samsett mynd

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, var fjar­ver­andi í 99,4% allra at­kvæðagreiðslna á yf­ir­stand­andi þingi sem var sett í sept­em­ber. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, mætti ekki í eina at­kvæðagreiðslu.

Til sam­an­b­urðar þá mætti Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í hátt í 99% at­kvæðagreiðslna.

Þetta má sjá í sam­an­tekt á vef Alþing­is

Flest­ar at­kvæðagreiðslur und­ir lok­in

Alls voru 162 at­kvæðagreiðslur á yf­ir­stand­andi þingi og það sem kann að út­skýra mikla fjar­veru er það að meg­inþorri at­kvæðagreiðslna voru haldn­ar á loka­metr­um þings­ins, eða eft­ir 12. nóv­em­ber.

Fjar­vera þess­ara formanna hef­ur vakið ein­hverja umræðu á sam­fé­lags­miðlum og mbl.is hef­ur því tekið sam­an þátt­töku formanna flokk­anna í at­kvæðagreiðslum á yf­ir­stand­andi þingi.

Miðað er við „þátt­töku“ þing­manna og það sem fell­ur und­ir þátt­töku er ef þeir kjósa já, nei eða greiða ekki at­kvæði. Hins veg­ar ef þeir eru fjar­ver­andi eða til­kynna fjar­vist þá er það ekki metið sem þátt­taka.

Þátt­taka formann­anna:

  • Sig­mund­ur Davíð: 0% þátt­taka.
  • Þor­gerður Katrín: 0,6% þátt­taka.
  • Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar: 18,5% þátt­taka
  • Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins: 72,2% þátt­taka.
  • Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata: 78,9% þátt­taka.
  • Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar: 79,6% þátt­taka
  • Svandís Svavars­dótt­ir, formaður Vinstri grænna: 89,5% þátt­taka
  • Bjarni Bene­dikts­son: 98,8% þátt­taka.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert