Viðreisn fengi flest þingsæti

Flokkarnir skipta um stað á spálíkaninu.
Flokkarnir skipta um stað á spálíkaninu. Skjáskot metill.is

Samfylkingin og Viðreisn hafa sætaskipti í baráttunni um sætin á Alþingi næstu fjögur árin samkvæmt nýjustu kosningaspá Metils (www.metill.is) sem byggir á kosningalíkani sem spáir fyrir um niðurstöðu kosninga. 

Þingsætaspá.
Þingsætaspá. Skjáskot metill.is

Viðreisn tekur við forystunni af Samfylkingunni samkvæmt spánni en Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu sæti þar á milli. Þá fer Flokkur fólksins fer uppfyrir Miðflokkinn.

Samkvæmt spánni fengi Viðreisn 13 þingsæti en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn 12 þingsæti hvor.

Flokkur fólksins og Miðflokkurinn fengju jafnmörg þingsæti, eða 9 þingsæti hvor.

„Í vikunni birtust nýjar kannanir frá Maskínu og Prósent og niðurstöður þeirra endurspeglast í nýrri spá líkansins okkar. Viðreisn hefur tekið fram úr bæði Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni og er nú spáð mestu fylgi allra flokka. Þó er mikilvægt að hafa í huga að óvissubilin fyrir þessa þrjá flokka skarast að nær öllu leyti, svo erfitt er að fullyrða um hver þeirra muni hljóta mest fylgi í kosningunum,“ segir um spánna á vef Metils.

Hér má sjá hvernig spáin leit út í síðustu viku:

Staðan eins og hún var þann 16. nóvember.
Staðan eins og hún var þann 16. nóvember. Skjáskot metill.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka