Vika í kosningar: Þetta segja kannanir

Stjórnmálaflokkarnir hafa nú aðeins viku til stefnu.
Stjórnmálaflokkarnir hafa nú aðeins viku til stefnu. mbl.is/Hari

Hvaða flokkur leiðir í skoðanakönnunum? Þrjár skoðanakannanir birtust á síðustu tveimur sólarhringum og ekki ber þeim öllum saman um það. Þá ber þeim heldur ekki alltaf saman um það hvaða flokkar mælast inn á þing.

Nú þegar ein vika er til kosninga fylgjast margir spenntir með því að sjá nýjustu skoðanakannanir því þær gefa oft góða vísbendingu um það hvar landið liggur.

Þegar tekið er saman meðaltal þriggja kannana sem voru birtar í gær og á fimmtudag má sjá að Samfylkingin og Viðreisn eru í raun með jafn mikið fylgi. Samfylkingin með 20,4% og Viðreisn með 20,3%.

Sjálfstæðisflokkurinn þriðji stærsti flokkurinn

Í könnunum Gallups og Maskínu mælist Samfylkingin stærsti flokkur landsins en í könnun Prósents mælist Viðreisn stærsti flokkur landsins.

Sjálfstæðisflokkurinn er að meðaltali með 14% fylgi og Miðflokkurinn er með 12,8% fylgi. Flokkur fólksins fylgir fast á hæla Miðflokksins með 11,5% fylgi.

Framsókn og Sósíalistar mælast með jafn mikið fylgi að meðaltali, eða 5,5%.

Í könnun Maskínu og Gallup þá mælist Framsókn inn á þing en í könnun Prósents nær flokkurinn ekki inn á þing. Sósíalistar ná aftur á móti manni inn á þing í öllum þremur könnunum.

Fylgi Vinstri grænna stöðugt

Píratar eru hins vegar í kröppum dansi og mælast ekki inn á þing, með að meðaltali 4,7% fylgi.

Í könnun Maskínu og Gallup mælist flokkurinn ekki inn á þing en í könnun Prósents mælist flokkurinn inn á þing.

Öllum þremur könnunarfyrirtækjunum ber þó saman um það að stuðningur við Vinstri græn sé ekki nema um 3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert