77 ár á milli þess elsta og yngsta

Hafþór Ernir Ólason er 18 ára og Helgi Ólafsson er …
Hafþór Ernir Ólason er 18 ára og Helgi Ólafsson er 95 ára. Samsett mynd/Aðsend/mbl.is/RAX

Á fram­boðslist­um til alþing­is­kosn­ing­anna í ár er að finna fólk á öll­um aldri. Á list­um sjálf­stæðismanna er að finna bæði elsta og yngsta fram­bjóðand­ann í ár, 77 ár eru á milli þeirra í aldri.

Marg­ir þekkja lífs­k­únstner­inn og raf­virkj­ann Helga Ólafs­son á Raufar­höfn, en Helgi, sem er fædd­ur árið 1929, er elsti fram­bjóðandi á lista til alþing­is­kosn­ing­anna, 95 ára gam­all. Helgi er í heiðurs­sæti núm­er 20 á lista sjálf­stæðismanna í Norðaust­ur­kjör­dæmi og seg­ist stolt­ur af því að vera á lista fyr­ir sína menn.

Helgi hef­ur verið með ein­dæm­um virk­ur og fram yfir ní­rætt tók hann að sér verk­efni í raf­virkj­un fyr­ir vini og vanda­menn, auk þess að vera formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Raufar­hafn­ar.

Tapaði trúnni á Sigló

Helgi seg­ist alla tíð hafa verið póli­tísk­ur og segja má að hann hafi farið með him­inskaut­um milli and­stæðra skoðana í stjórn­mál­un­um. Hann fór sem ung­ur maður að læra raf­virkj­un á Sigluf­irði og þá breytt­ist ým­is­legt í hans lífi.

„Ég fór snarruglaður sósí­alisti til Siglu­fjarðar, en það átti eft­ir að breyt­ast. Ég fór með fé­lög­um mín­um að heim­sækja alla flokk­ana og ræða mál­in. Eft­ir að hafa tekið þann rúnt myndaði ég mér mína sjálf­stæðu skoðun og hef ekki vikið af henni síðan.”

Helgi seg­ist vera stolt­ur af því að vera í fram­boði fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og tel­ur að flokk­ur­inn muni sækja sig í veðrið á loka­metr­un­um. „Ég held að mín­ir menn muni koma sterk­ir inn á síðustu dög­un­um fyr­ir kosn­ing­ar,“ seg­ir hann.

Mikið rætt um stjórn­mál

„Ég ólst upp í fjöl­skyldu þar sem mikið var rætt um stjórn­mál,“ seg­ir Hafþór Ern­ir Ólason, sem er yngsti fram­bjóðand­inn í ár, 18 ára. Hann skip­ar 12. sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi en er á viðskipta­braut í Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja og býr í Garðinum.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka