Dregið úr gosóróa

Frá gosstöðvunum síðdegis í gær.
Frá gosstöðvunum síðdegis í gær. mbl.is/Hörður

„Virkni í nótt var nokkuð stöðug fram­an að, en klukk­an 5 í morg­un dró úr gosóróa og sam­hliða því minnkaði sjá­an­leg virkni í miðgígn­um, þeim gíg sem hef­ur verið virk­ast­ur hingað til.“

Svo seg­ir í til­kynn­ingu frá nátt­úru­vár­vakt Veður­stofu Íslands.

Enn eru þó þrír gíg­ar virk­ir, sá syðsti hef­ur verið minnst­ur und­an­farna daga en virkni í hon­um, sem og í nyrsta gígn­um, virðist vera nokkuð stöðug áfram.

Miðgíg­ur­inn hef­ur verið að fæða hrauntröð meðfram Stóra Skóg­felli og áfram meðfram varn­ar­görðum við Svartsengi og Bláa lónið, því ætti minnk­andi virkni í hon­um að skila sér í minna hraun­flæði að varn­ar­görðunum á því svæði.

Gasmeng­un (SO2) hef­ur verið að mæl­ast í Grinda­vík í nótt og í morg­un.

„Við bend­um fólki á svæðinu að fylgj­ast með loft­gæðamæl­ing­um í raun­tíma á vefsíðu Um­hverf­is­stofn­un­ar loft­ga­edi.is, en þar er einnig að finna upp­lýs­ing­ar um viðbrögð við gasmeng­un af völd­um eld­gosa.“

Meðfylgjandi mynd sýnir óróagraf frá jarðskjálftamæli á Litla-Skógfelli, græn lína …
Meðfylgj­andi mynd sýn­ir óróa­graf frá jarðskjálfta­mæli á Litla-Skóg­felli, græn lína sýn­ir gosóróa, sem hef­ur snögga lækk­un um kl. 5 í morg­un. Mynd af gíg­un­um, úr vef­mynda­vél VÍ norðan Fagra­dals­fjalls, til vinstri er frá miðnætti og til hægri er frá því kl. 9:30 núna í morg­un. Kort/​Veður­stofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert