Fá ekki að hækka Mjólkurfélagshúsið

Húsið númer 5 er stór bygging sem setur sterkan svip …
Húsið númer 5 er stór bygging sem setur sterkan svip á miðborg Reykjavíkur. Ekki verður gerð á því breyting eins og áformað var. Morgunblaðið/sisi

Ekki fékkst leyfi hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík til að hækka húsin Hafnarstræti 5-7 um tvær hæðir. Hækkunin var talin hafa verulega neikvæð áhrif á mikilvægt almenningsrými við Tollhúsið í formi skuggavarps.

Á fundi skipulagsfulltrúa 16. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn um hækkun húsanna samkvæmt tillögu Nordic Office of Architecture,

Á fundi skipulagsfulltrúa 7. nóvember sl. var lögð fram umsögn verkefnastjóra.

Óskað er eftir afstöðu skipulagsfulltrúa til hækkunar húsanna nr. 5 og 7 við Hafnarstræti. Í dag eru bæði húsin kjallari, þrjár hæðir og ris.

„Við endurgerð Tryggvagötu fyrir þremur árum síðan, eignuðum við nýtt almenningsrými þar sem mósaíklistaverk Gerðar Helgadóttur fær að njóta sín ásamt nýjum trjám, nýjum bekk og öðrum setusvæðum,“ segir verkefnastjórinn.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert