Rafvirki á vegum Rarik heimsækir þessa dagana íbúa í Mývatnssveit sem urðu fyrir tjóni þegar mikil truflun varð á raforkukerfi landsins í byrjun október. Vinna við matið hófst í síðustu viku.
„Við höfum beðið róleg eftir að þetta góða bréf barst að kvöldi 31. október frá Rarik,“ segir Selma Dröfn Ásmundsdóttir, sem rekur gistiheimilið Stöng í Mývatnssveit. Morgunblaðið hefur fjallað um tjón sem Selma og fjölskylda hennar varð fyrir en það er talið nema minnst tíu milljónum króna.
Hún segist sýna því skilning að tíma taki að leggja mat á tjónið. Svo eigi eftir að koma í ljós hver útfærslan verður þegar matið er komið til TM. Í bréfi Rarik hafi verið talað um að raftæki yrðu bætt en ekki afleitt tjón. Óljóst sé á þessu stigi hvað teljist afleitt tjón.
Nánari umfjöllun má finna í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins.