Myndir: Innrauðar rásir sýna hreyfingu hraunsins

Gervitungl Nasa, Landsat-8, tók þessar myndir úr lofti af gosstöðvunum …
Gervitungl Nasa, Landsat-8, tók þessar myndir úr lofti af gosstöðvunum fyrr í dag. Ljósmynd/Aðsend

Gervi­tungl banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ar­inn­ar Nasa, Landsat-8, fangaði fyrr í dag mynd­ir af gosstöðvun­um úr lofti.

Ann­ars veg­ar má sjá hefðbundna ljós­mynd og hins veg­ar fjöl­rófs­mynd, þar sem inn­rauðar rás­ir eru nýtt­ar til að greina það sem er að ger­ast í hraun­breiðunni. Báðar sýna þó sama svæði á sama tíma. 

Mynd­irn­ar voru tekn­ar klukk­an 12:52 í dag en banda­ríska jarðfræðistofn­un­in tek­ur við mynd­un­um og sér um gagna­vörsl­una og miðlun mynd­anna.

Gíg­arn­ir þrír sýni­leg­ir á fjöl­rófs­mynd

Fjöl­rófs­mynd­in sýn­ir greini­lega hvernig hraun renn­ur und­ir hraun­breiðunni til aust­urs og vest­urs.

Greina má tvo gíga fyr­ir miðju, ann­ars veg­ar nyrsta gíg­inn sem rýk­ur úr. Sjá má hraun renna úr hon­um til aust­urs.

Hins veg­ar er gíg­ur fyr­ir miðju mynd­ar­inn­ar og þar má sjá hraun renna til vest­urs.

Varla má sjá syðsta gíg­inn á mynd­inni en nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands sagði í sam­tali við mbl.is fyr­ir skömmu að sá gíg­ur væri með lang­minnstu virkn­ina.

Á fjöl­rófs­mynd­inni má einnig aðgreina venju­leg ský frá gosmekki eins og sést á blálituðum mökk úr nyrsta gíg.

Gervitungl Nasa, Landsat-8, tók þessa fjölrófsmynd fyrr í dag sem …
Gervi­tungl Nasa, Landsat-8, tók þessa fjöl­rófs­mynd fyrr í dag sem sýn­ir hvernig hraun renn­ur und­ir hraun­breiðunni til aust­urs og vest­urs. Ljós­mynd/​Aðsend
Hefðbundin ljósmynd frá gervitungli Nasa, Landsat-8. Myndin sýnir greinilega nálægð …
Hefðbund­in ljós­mynd frá gervi­tungli Nasa, Landsat-8. Mynd­in sýn­ir greini­lega ná­lægð hraun­breiðunn­ar við Grinda­vík­ur­bæ. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka