Var kettinum Diegó rænt?

Kötturinn kunni, Diegó, hefur ekki skilað sér heim.
Kötturinn kunni, Diegó, hefur ekki skilað sér heim. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eigandi kattarins Diegó, sem ætti að vera viðskiptavinum A4 í Skeifunni kunnur, segir köttinn týndan. 

Þetta birti eigandi kattarins í Facebook-hópnum Spottaði Diegó sem telur um 15,4 þúsund manns. 

Meðlimir hópsins segjast hafa séð mann á ferð með Diegó. Einn segist hafa séð mann halda á honum frá Hagkaup í átt að strætóskýli klukkan tæplega átta í kvöld og annar kveðst hafa séð hann með manni í Strætó númer 14 um hálf átta. 

Diegó hefur haldið sig við Skeifuna undanfarin ár og gerði sig heimakominn í Hagkaup í Skeifunni og A4.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert