Verkföllum lækna aflýst

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélag Íslands, segir vel hafa þokast í …
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélag Íslands, segir vel hafa þokast í samkomulagsátt í kvöld. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi/Colourbox

Fyrstu lotu verk­falla lækna, sem átti að hefjast á miðnætti, hef­ur verið af­lýst eft­ir að sam­komu­lag náðist um helstu atriði nýs kjara­samn­ings í kvöld. Er þá um að ræða verk­fallsaðgerðir sem boðaðar höfðu verið í þess­ari viku.

Enn á þó eft­ir að ganga frá ein­stök­um atriðum í samn­ing­un­um og halda samn­ingaviðræður því eitt­hvað áfram í kvöld. Þráður­inn verður svo vænt­an­lega tek­inn upp að nýju á morg­un.

Þetta staðfest­ir Stein­unn Þórðardótt­ir, formaður Lækna­fé­lags Íslands, í sam­tali við mbl.is. 

„Það hef­ur þokast vel í sam­komu­lags­átt í dag en þetta er bara það viðamikið verk­efni að við þurf­um aðeins meiri tíma. Við ber­um von­ir til þess að þetta ná­ist sem fyrst. Þetta er ekki al­veg komið þangað að við get­um skrifað und­ir í kvöld,“ seg­ir Stein­unn.

Grein­ir á um kjör á vökt­um

Aðspurð hver þessi atriði eru sem ekki eru frá­geng­in seg­ir Stein­unn þau snúa að betri vinnu­tíma lækna.

„Þetta snýst um kjör á vökt­um og fleiri atriði, en það er það helsta sem við erum aðallega að ræða núna. Þetta er allt hluti af betri vinnu­tíma en okk­ur grein­ir svo­lítið á þarna.“

Hún leyf­ir sér þó að vera bjart­sýn á að sam­komu­lag ná­ist um nýj­an kjara­samn­ing og að hægt verði að skrifa und­ir hann á næstu dög­um.

„Ef maður ætl­ar að vera bjart­sýnn þá horf­ir þetta ágæt­lega við, en áfram eins og alltaf, með þess­um fyr­ir­vör­um. Það er ekk­ert búið fyrr en það er búið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert