„Ekki úr háum söðli að detta“

Tilboði Kennarasambands Íslands um að ljúka verkfalli í fjórum leikskólum …
Tilboði Kennarasambands Íslands um að ljúka verkfalli í fjórum leikskólum hafi ekki verið svarað af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fund­ur rík­is­sátta­semj­ara og kenn­ara held­ur áfram og ekki er vitað hvenær þeim fundi lýk­ur.

„Við erum í mjög virkri vinnu að skipt­ast á hug­mynd­um og út­færslu og það geng­ur bet­ur og bet­ur. Það var sos­um ekki úr háum söðli að detta en það er alla­vega komið af stað,“ seg­ir Ástráður Har­alds­son rík­is­sátta­semj­ari.

Skip­un rík­is­sátta­semj­ara til kenn­ara að tjá sig ekki við fjöl­miðla er enn í gildi seg­ir Ástráður.

„[...] og verður þar til annað verður ákveðið.“

Skila­boð sveit­ar­fé­laga skýr

RÚV greindi frá því fyrr í dag að til­boði Kenn­ara­sam­bands Íslands um að ljúka verk­falli í fjór­um leik­skól­um, að því gefnu að greidd yrðu laun fyr­ir þann tíma sem leik­skóla­kenn­ar­ar voru í verk­falli, hafi ekki verið svarað af hálfu Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

Aðspurður kveðst Ástráður gera ráð fyr­ir því að það hafi verið af ásetn­ingi gert:

„Það geri ég ráð fyr­ir. Er það ekki al­veg þekkt að ef ein­hver ger­ir þér til­boð um eitt­hvað og þú svar­ar því ekki, er það ekki al­veg skýrt?“

Sam­kvæmt skipu­lagi átti fund­ur kenn­ara við rík­is­sátta­semj­ara að standa yfir frá tíu í morg­un til fjög­ur um eft­ir­miðdag­inn en eitt­hvað hef­ur fund­ur­inn dreg­ist á lang­inn. Þegar blaðamaður náði tali af Ástráði var klukk­an sleg­in fjög­ur.

Ástráður seg­ir þau ekki hafa ákveðið hve lengi verður fundað í dag eða þá fram á kvöld.

„Við vit­um ekki hvenær þess­um fundi lýk­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert