Fá ekki svör og hætta þjónustu

Heilsugæslan Urðarhvarfi er einkarekin og heyrir undir móðurfélagið Heilsuvernd.
Heilsugæslan Urðarhvarfi er einkarekin og heyrir undir móðurfélagið Heilsuvernd. Ljósmynd/Colourbox

Heilsugæslan Urðarhvarfi í Kópavogi hefur ákveðið að hætta með heimilislæknaþjónustu á Akureyri. „Eftir vandlega íhugun eftir að hafa ekki fengið svör var þetta niðurstaða okkar,“ segir Teitur Guðmundsson forstjóri Heilsuverndar.

Heilsugæslan Urðarhvarfi er einkarekin og heyrir undir móðurfélagið Heilsuvernd. Málið varðar heimilislæknana Val Helga Kristinsson og Guðrúnu Dóru Clarke sem störfuðu lengi á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Akureyri.

Þau réðu sig fyrr á árinu til starfa hjá heilsugæslunni í Urðarhvarfi en höfðu aðstöðu á Læknastofum Akureyrar og sinntu skjólstæðingum sínum að öðru leyti með rafrænum hætti.

Teitur Guðmundsson
Teitur Guðmundsson

Fátt um svör

Læknarnir hafa frá því í vor reynt að semja við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um að fá að veita læknisþjónustu á Akureyri en fátt hefur verið um svör frá SÍ. „Það er verið að gera okkur erfitt fyrir að sinna þessari þjónustu, sem er mikil synd,“ segir Teitur.

Í febrúar síðastliðnum stöðvuðu SÍ móttöku heimilislæknanna á Læknastofum Akureyrar.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert