Formaðurinn útilokar ekki undirritun í kvöld

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélag Íslands.
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélag Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Steinunn Þórðardóttir, formaður læknafélagsins, gerir sér vonir um að hægt verði að skrifa undir kjarasamning í kvöld en telur þó raunhæfara að það verði á morgun eða síðar í vikunni.

„Við höfum vonir um að við séum að ná saman. Þess vegna aflýstum við þessari verkfallslotu. Við hefðum ekki gert það nema að við teldum okkur sjá í land,“ segir Steinunn.

Fundur hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan 10. Steinunn segir enn eiga eftir að fara yfir margt og gerir ráð fyrir löngum degi. Hún segir að stundum geti eitthvað komið upp á á lokametrunum en hún sé engu að síður mjög bjartsýn.

„Ég er ekki viss um að dagurinn muni duga okkur í tengslum við þau ágreiningsefni sem eru eftir. Ég myndi segja að það væri ansi bjartsýnt að ætla að við myndum ná því í dag,“ segir Steinunn.

„Ég er ekki að sjá fyrir mér neina undirritun fyrr en í kvöld í fyrsta lagi. Mér finnst samt mun líklegra að það verði á morgun frekar en í kvöld,“ segir Steinunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert