Nýr kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið hefur verið samþykktur í atkvæðagreiðslu.
Atkvæðagreiðslan fór fram dagana 20. til 25. nóvember.
Á kjörskrá voru 2.870, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun samkvæmt kjarasamningi félagsins við ríkið. Alls tóku 81,95% þátt í atkvæðagreiðslunni, að því er segir í tilkynningu.