Íslensk kona handtekin á Tenerife eftir líkamsárás

Íslensk kona var sett í gæsluvarðhald.
Íslensk kona var sett í gæsluvarðhald. AFP

Íslensk kona um fertugt var sett í gæsluvarðhald á Tenerife á Spáni eftir að hún er sögð hafa veist að tengdamóður sinni og mágkonu á hótelherbergi á föstudagskvöld.

Vísir greindi fyrst frá.

Konan var í fjölskyldufríi ásamt manni sínum og minnst einu barni. Vísir hefur eftir vitni að hótelherbergið hafi verið alþakið blóði eftir árás konunnar. Þar er hún sögð hafa ráðist á mágkonu sína og tengdamóður auk þess að veitast að tengdaföður sínum.

Konan er sögð glíma við geðhvarfasýki.

Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir málið ekki hafa komið inn á borð hjá ráðuneytinu.

Mál konunnar var tekið fyrir hjá dómara í morgun. Viðurlögin við heimilisofbeldi á Spáni eru þriggja til sjö mánaða fangelsisdómur en ef hún verður ekki kærð mun hún verða flutt úr landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert