Miðgígarnir og suðurgígurinn eru að öllum líkindum alveg búnir að slökkna í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni.
Þetta segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Nyrsti gígurinn er enn virkur og virðist hraunflæði vera að fara í austurátt þó að ekki sé útilokað að eitthvað gæti verið undir yfirborðinu.
Þá hefur gosóróinn haldist mjög jafn frá miðnætti í gær.
Aðspurð segir Salóme að gasmengun í Grindavíkurbæ hafi minnkað og sé nú töluvert minni mengun í bænum núna en hefur verið.