„Það er komin lykt af hruninu aftur“

Týr Þórarinsson, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir Pírata berjast fyrir opnu og gagnsæju lýðræði, sem aðgreini þá frá öðrum flokkum.

Píratar hafa aldrei verið í ríkisstjórn og hann sér ekki fyrir sér að þeir geti farið í stjórnarsamstarf með ákveðnum flokkum, þótt hann nefni engin nöfn.

„Mér finnst kominn tími til að við Píratar fáum að standa við stóru orðin og fara í næstu ríkisstjórn. Hvernig sem þetta fer þá finnst mér vera kominn tími til þess að við heyrumst,“ segir Týr.

Það er langur tími liðinn frá bankahruninu og spurður hvort erindi Pírata sé því ekki að verða að þrotum komið svarar Týr:

„Við erum á svipuðum slóðum, Andrés [spyrill], við erum núna að tala um fjölda fjölskyldna sem eru komnar í ógöngur með húsnæðislán og leigumarkaði. Þannig að það er komin lykt af hruninu aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert