Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysinu þegar björgunarsveitarmaður féll í Tungufljót nálægt Geysi í byrjun mánaðarins er á lokastigi.
Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir búið sé að taka skýrslur af öllum vitnum og nú sé beðið eftir krufningarskýrslu.
Maðurinn sem lést hét Sigurður Kristófer McQuillian og var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var við æfingu í straumvatnsbjörgun ásamt tveimur félögum sínum í og við Tungufljót þegar slysið varð.