Beint: Frambjóðendur svara nemendum

Háskólinn í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Fulltrúar flokkanna sem bjóða fram á landsvísu munu kynna stefnumál sinna flokka og svara spurningum nemenda á hádegismálþingi Lögréttu klukkan 12.

„Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stendur fyrir hádegismálþingi með fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í komandi þingkosningum. Málþingið fer fram í dag, 26. nóvember, kl. 12:00 og verður haldið í stofu M101,“ segir í tilkynningu félagsins.

Frambjóðendur munu kynna sig og svara því hvers vegna háskólanemar ættu að kjósa þeirra flokk auk þess sem tekið verður við spurningum úr sal.

Hægt verður að fylgjast með beinu streymi hér fyrir neðan:

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert