Búast má við umferðartöfum við Höfðabakkabrú neðan við Árbæjarstíflu dagana 26. nóvember - 9. desember.
Á þessum tíma er unnið á miðju brúarinnar, að því er Vegagerðin greinir frá.
„Umferðarhraði á neðri akrein frá Árbæ til Breiðholts verður tekinn niður í 15 km/klst. þar sem þrenging er mikil, akreinin er einungis 2,9 metrar að breidd.
Umferðarhraði á efri akrein frá Breiðholti yfir í Árbæ verður tekinn niður í 30 km/klst. og þar verður umferðarstjórnun svo búast má við stuttum töfum,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.