Náðu fjármunum út af stolnum kortum

Banka var gert að endurgreiða færslur af stolnu korti.
Banka var gert að endurgreiða færslur af stolnu korti. Ljósmynd/Colourbox

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki hefur fallist á endurgreiðslukröfu manns sem varð fyrir því að kortaveski hans var stolið á lestarstöð í Póllandi. Á næsta hálftímanum tókst þjófunum að taka samtals rúmlega 266 þúsund krónur út af greiðslukortum hans í fimmtán greiðslum.

Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að maðurinn hafði skömmu fyrir þjófnaðinn fest kaup á lestarmiðum í gegnum sjálfsala í almenningsrými með greiðslukorti og kaupin voru staðfest með innslætti á PIN-númeri kortsins.

Í kjölfar miðakaupanna sagðist maðurinn hafa ferðast upp á flugvöll þar sem hann hefði tekið eftir því að veskinu hafði verið stolið. Strax í framhaldinu sagðist hann hafa sett sig í samband við færsluhirði til að láta loka kortinu. Hann taldi líklegt að kortaveski hans hefði verið stolið í mannmergðinni þegar hann fór upp í flugrútu og hinir óprúttnu aðilar hefðu því haft skamman tíma enda áætlað að ferðin á flugvöllinn tæki ekki nema um 40 mínútur.

Maðurinn sagðist ekki hafa geymt PIN-númerin í veskinu sjálfu en mögulega hafi þjófarnir náð að fylgjast með innslætti hans við kaup á lestarmiðunum. 

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert