Spursmál: „Þessir menn hafa aldrei snert dúk“

Lumar einhver flokkanna tíu sem bjóða fram á landsvísu á leynivopni sem dregið verður fram þegar fjórir dagar eru eftir af kosningabaráttunni?

Það kemur í ljós í nýjasta þætti Spursmála sem sýndur var hér á mbl.is fyrr í dag.

Upptöku af þættinum má sjá í spilaranum hér að ofan og er hún öllum aðgengileg. Einnig er hægt að horfa og hlusta á þáttinn á Spotify og YouTube.

Allt reynt til að landa síðustu at­kvæðunum

Flokk­arn­ir kepp­ast nú, hver um ann­an þver­an, við að hala inn síðustu at­kvæði þeirra sem ekki hafa gert upp hug sinn.

Fram­sókn, Pírat­ar, Sósí­al­ist­ar og VG eru allt flokk­ar sem eiga það á hættu annað hvort að þurrk­ast út af þingi eða ná ekki inn.

Þrír flokk­ar virðast berj­ast um sig­ur­laun­in og þar virðast Sam­fylk­ing og Viðreisn lík­legri en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn. Fylgi Flokks fólks­ins hef­ur verið á upp­leið á meðan Miðflokk­ur­inn hef­ur spilað varn­arsinnaðri bolta síðustu vik­urn­ar.

Þrír sér­fræðing­ar úr ólík­um átt­um

Til þess að ræða þetta í Spurs­mál­um mættu þau til leiks, Auður Al­berts­dótt­ir, ráðgjafi hjá Strik Studio, Berg­ur Ebbi, rit­höf­und­ur, fyr­ir­les­ari og framtíðarfræðing­ur, og Andreas Örn Aðal­steins­son, yf­ir­maður sta­f­rænna lausna hjá Sa­hara.

Ekki missa af spenn­andi umræðu um stjórn­mála­flokk­ana og þær aug­lýs­inga­her­ferðir sem þeir hafa lagt út í til þess að vinna hylli kjós­enda.

Auður Albertsdóttir, Bergur Ebbi og Andreas Örn Aðalsteinsson eru gestir …
Auður Albertsdóttir, Bergur Ebbi og Andreas Örn Aðalsteinsson eru gestir í nýjasta þætti Spursmála. Samsett mynd/María Matthíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert