Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar kannast ekki við og finnur ekki í gögnum sínum að Vegagerðin hafi ekki svarað fyrirspurn Ístaks um ósk fyrirtækisins um að breyta forvalsteymi þegar í ljós kom að fjármögnun Ölfusárbrúar var ekki lengur valkvæð heldur skylda.
Gagnrýni forstjóra Ístaks snýr að því að þegar markaðskönnun stóð yfir hafi það verið valkvætt hvort fjármögnun væri með í útboðinu en þegar útboðsgögnin voru kynnt hafi hún verið orðin skylda.
Bergþóra segist kannast við áhyggjur Ístaks af því að bjóða fjármögnun og ósk fyrirtækisins um að það væri ekki krafa. Hins vegar hafi það verið skýr vilji stjórnvalda að sjá hvað markaðurinn gæti boðið í fjármögnun og því hafi ekki verið hægt að verða við ósk Ístaks.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.