Stefán E. Stefánsson
Flokkunum hefur tekist misvel að fóta sig á auglýsingasviðinu í aðdraganda kosninga. Hver voru skilaboðin sem Sigurður Ingi sendi í stórri auglýsingu í upphafi baráttunnar?
Var tiltekin ástæða fyrir því að lagið undir auglýsingunni er sótt í sjöundu sinfóníu Beethovens?
Kann að vera að auglýsingin hafi verið tekin upp of snemma morguns?
Kann að vera að Framsókn hafi upplýst um svefnvenjur Sigurðar Inga fyrir slysni?
Um þetta og fleira er rætt í nýjasta þætti Spursmála þar sem þau Auður Albertsdóttir hjá Strik Studio, Andreas Aðalsteinsson hjá Sahara og Bergur Ebbi, rithöfundur og uppistandari, mæta til leiks og greina kosningabaráttuna eins og þeim einum er lagið.
Um þetta má fræðast í spilaranum hér að ofan.
Viðtalið í heild er aðgengilegt í spilaranum hér að neðan: