Borgarstjóri semur við Borgarleikhúsið

Frá vinstri: Steinþór Einarsson, starfandi sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkur, …
Frá vinstri: Steinþór Einarsson, starfandi sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkur, Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins og Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Einar Þorsteinsson borgarstjóri undirritaði í dag, fyrir hönd Reykjavíkurborgar, samning um rekstur Borgarleikhússins til næstu þriggja ára.

Ásamt borgarstjóra undirrituðu Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, og Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, samninginn fyrr í dag.

Samningurinn gildir frá fyrsta janúar 2025 til 31. desmeber 2027.

Markmið samningsins er að tryggja rekstur leikhúss í Reykjavík.

Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, og Einar Þorsteinsson …
Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, og Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Ljósmynd/Reykjavíkurborg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka