Lokakönnun og heitar kappræður

Svona leit sviðið út í forsetakappræðunum sem haldnar voru fyrr …
Svona leit sviðið út í forsetakappræðunum sem haldnar voru fyrr á árinu. Yfir 100 þúsund Íslendingar fylgdust með þeim. mbl.is/Hermann

Á morgun klukkan 14 verða sýndar leiðtogakappræður í beinni útsendingu frá Hádegismóum, höfuðstöðvum Morgunblaðsins. Í upp­hafi kapp­ræðna eru kynnt­ar glóðvolg­ar niður­stöður síðustu skoðana­könn­un­ar sem Pró­sent ger­ir fyr­ir Morg­un­blaðið og mbl.is.

Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son beina spurn­ing­um til fram­bjóðend­anna og leit­ast við að hafa umræður mark­viss­ar og hvass­ar.

Beittustu viðtölin í aðdraganda kosninga hafa verið á vettvangi Spursmála á mbl.is og þess má vænta að umræður í kappræðunum verði heitar. 

Skammur tími til stefnu

Frambjóðendum verður skipt upp í tvo hópa svo frambjóðendum gefist nægur tími til þess að fara yfir áherslumál sín og rökræða hin ýmsu mál.

Íslendingar ganga að kjörborðinu á laugardaginn og flokksleiðtogarnir kappkosta nú við að sannfæra kjósendur um af hverju þeirra tiltekni flokkur sé traustsins verður.

Ljóst er að enginn má láta þessar kappræður fram hjá sér fara klukkan 14 á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka