Karlmaður hefur fengið tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir tilraun til fjársvika með því að setja á svið umferðarslys í því skyni að svíkja út vátryggingabætur. Hann gekkst einnig undir greiðslu sektar og var sviptur rétti til að öðlast ökuskírteini. Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Manninum var gefið að sök að hafa, í félagi við annan mann, sett á svið umferðarslys á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu í Hafnarfirði þann 5. apríl 2021. Var það gert í því skyni að reyna að svíkja út vátryggingabætur á grundvelli kaskótryggingar og lögboðinnar ökutækjatryggingar hjá Vátryggingafélagi Íslands, vegna skemmda á tveimur bílum.
Mennirnir undirrituðu tjónstilkynningu sama dag og reyndu þannig með blekkingum að fá félagið til að bæta tjónið, en áætlaður kostnaður vegna yfirtöku biðreiðanna var samtals um 1,2 milljónir króna.
Maðurinn mætti ekki við þingfestingu málsins en meðákærði játaði brotið fyrir dómi og þótti sannað með játningu hans og öðrum gögnum að hann væri sekur í málinu.