„Við erum að lesa yfir núna lokadrög sem samningsaðilar telja sig vera búna að koma sér saman um, þetta er bara að gerast,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, í samtali við mbl.is, stödd í Karphúsi ríkissáttasemjara þar sem læknar sitja á rökstólum við samninganefnd ríkisins.
„Það er hálftími eða klukkutími í undirskrift myndi ég halda, nema það verði einhverjar náttúruhamfarir,“ segir formaðurinn enn fremur.