Útlendingalögin talin misnotuð

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Telja má nokkuð víst að útlendingalög hér á landi séu misnotuð ekki með ósvipuðum hætti og menn misnota önnur kerfi velferðarríkisins,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við Morgunblaðið.

Fram hefur komið að frá sl. áramótum og fram í miðjan ágúst hafi 41 fylgdarlaust barn komið hingað til lands og í framhaldinu verið vistað hjá barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar. Einkum er hér um að ræða drengi á aldrinum 15 til 18 ára sem síðan sækja um alþjóðlega vernd hér á landi.

Að henni fenginni er í framhaldinu óskað eftir fjölskyldusameiningu sem Úlfar segir að takist í flestum tilvikum.

Hann segir að hafa beri í huga að flestir þessara drengja komi hingað frá öðru Evrópuríki eða öruggu ríki og komi þar af leiðandi ekki inn í landið um ytri landamærin á Keflavíkurflugvelli. „Gera má ráð fyrir að ferðalag þeirra sé skipulagt af öðrum og þá í þeim tilgangi að aðrir fjölskyldumeðlimir komi í kjölfarið til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar,“ segir Úlfar.

„Leiðin er tiltölulega greið til fjölskyldusameiningar samkvæmt íslenskri löggjöf. Fleiri en færri börn sem talin eru fylgdarlaus fá hér vernd,“ segir hann.

Fylgdarlaus Rúmlega 40 fylgdarlaus börn komu fyrstu 8 mánuði ársins.
Fylgdarlaus Rúmlega 40 fylgdarlaus börn komu fyrstu 8 mánuði ársins. Morgunblaðið/Eggert
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka