Yfir 25 þúsund manns kosið utan kjörfundar

Í forsetakosningunum kusu um 42 þúsund manns utan kjörfundar.
Í forsetakosningunum kusu um 42 þúsund manns utan kjörfundar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er að aukast frá degi til dags og nú þegar hafa yfir 25 þúsund Íslendingar greitt atkvæði.

Þetta segir Einar Jónsson, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Á mánudaginn höfðu 17 þúsund manns kosið utan kjörfundar en nú hafa 25.290 kosið. Þar af hafa flestir greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu, eða 14.830 manns.

Enn eiga margir eftir að kjósa

Á Suðurlandi hafa 1.369 atkvæði verið greidd, á Suðurnesjum hafa 993 atkvæði verið greidd og í Vestmannaeyjum hafa 273 atkvæði verið greidd.

Á Vesturlandi eru 827 búnir að kjósa en á Vestfjörðum 439. Á Norðurlandi vestra hafa 450 kosið.

Á Norðurlandi eystra hafa 2.020 kosið og á Austurlandi hafa 554 kosið.

Einar segir að í forsetakosningunum hafi um 42 þúsund manns kosið utan kjörfundar og því má vænta þess að enn eigi eftir að greiða í kringum 15 þúsund atkvæði til viðbótar utan kjörfundar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka