Altjón varð á bifreið í Grafarvogi eftir að eldur kviknaði í henni. Bíllinn varð alelda en engin slys urðu þó á fólki.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Tilkynning barst um einstakling í Breiðholti sem gekk á milli bíla, líklega að reyna að brjótast inn. Viðkomandi var handtekinn á vettvangi og vistaður í þágu rannsóknar málsins.
Þá voru skráningarmerki fjarlægð af bifreiðum vegna skorts á vátryggingu og ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.