Heilbrigðisþing hefst klukkan níu á Hótel Reykjavík Nordica.
Þingið að þessu sinni verður helgað heilsugæslunni og er yfirskrift þess í ár Heilsugæslan, svo miklu meira...
„Fjallað verður um hugmyndafræðina að baki heilsugæsluhugtakinu, um þróun og stöðu heilsugæslu nútímans og hvernig sjá megi fyrir sér heilsugæslu framtíðarinnar. Íslenskir og erlendir fyrirlesarar munu fjalla um fjölbreyttar áskoranir í heilsugæslu og ræða leiðir til að takast á við þær. Tækninýjungar færa okkur stöðugt ný tækifæri sem nýtast við veitingu og skipulag heilbrigðisþjónustu og um það verður einnig fjallað,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins.
Hægt verður að fylgjast með þinginu í beinu streymi hér að neðan: