Endanleg afstaða sextán ára pilts í stungurárásarmáli á menningarnótt liggur ekki fyrir. Engin skýlaus játning liggur þó fyrir. Þetta herma heimildir mbl.is.
Verjandi piltsins á eftir að skila inn endanlegri greinargerð í málinu og mun þá afstaða hans liggja betur fyrir.
Þetta kom fram í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þinghald er lokað og fjölmiðlar hafa því ekki aðgengi að því.
Pilturinn var ákærður fyrir stunguárás sem varð stúlku að bana og særði tvö önnur ungmenni.
Bryndís Klara Birgisdóttir lést af sárum sínum eftir árásina.