Ekki skýlaus játning í menningarnæturmálinu

Guðmundur St. Ragnarsson (t.h.) verjandi piltsins við dómsal eftir hádegi …
Guðmundur St. Ragnarsson (t.h.) verjandi piltsins við dómsal eftir hádegi í dag. mbl.is/Karítas

Endanleg afstaða sextán ára pilts í stungurárásarmáli á menningarnótt liggur ekki fyrir. Engin skýlaus játning liggur þó fyrir. Þetta herma heimildir mbl.is.

Verjandi piltsins á eftir að skila inn endanlegri greinargerð í málinu og mun þá afstaða hans liggja betur fyrir.

Þetta kom fram í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þinghald er lokað og fjölmiðlar hafa því ekki aðgengi að því.

Pilturinn var ákærður fyrir stungu­árás sem varð stúlku að bana og særði tvö önn­ur ung­menni.

Bryn­dís Klara Birg­is­dótt­ir lést af sár­um sín­um eft­ir árás­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka