„Enn á ný er runninn upp þessi kaupgleðileikur þar sem neytendur eru hvattir til að versla eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna um kaupæði landans á svörtum föstudegi. Hann segir að það sé gott fyrir neytendur að vera undirbúnir.
„Við hvetjum fólk til að ganga hægt um kaupgleðinnar dyr því ekki er allt gull sem glóir. Það borgar sig að kynna sér verð fyrir þessa daga og sjá hvort afslátturinn er raunverulega jafnmikill og auglýst er. Þótt langflestar verslanir standi sig vel fáum við alltaf tilkynningar um verðhækkanir fyrir þessa kaupgleðidaga,“ segir Breki og bætir við að slíkt sé ólöglegt og sé tilkynnt til yfirvalda.
Nánar í Morgunblaðinu í dag.