Framkvæmdatíð er fram undan

Hvammsvirkjun hefur verið lengi í deiglunni.
Hvammsvirkjun hefur verið lengi í deiglunni. Tölvumynd/Landsvirkjun

„Við gerum betur með hverri framkvæmd. Í öllum verkefnum er góð umgengni við landið og sátt við náttúru og samfélag áherslumál okkar og þar þurfa allir að vera í sama liði. Raunar eru svona framkvæmdir ein risastór verkefnastjórnun,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun.

Austur í Landsveit eru nú hafnar framkvæmdir við undirbúning að uppsetningu vinnubúða og annars sem tilheyrir byggingu Hvammsvirkjunar. Vegagerðin mun leggja nýjan 8 km langan Búðafossveg frá Landvegi að Þjórsárdalsvegi, með rúmlega 200 m langri brú yfir Þjórsá nærri fossinum Búða.

Þar með skapast tenging milli Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps; áhrifasvæðis virkjunarinnar nýju. Framkvæmdir hennar vegna fara á fullt með vorinu. Þar er margt undir í einu; svo sem að grafa þarf göng og skurði og reisa 18 metra háa stíflu í Þjórsá, ofan við stöðvarhús væntanlegrar aflstöðvar.

Langur undirbúningstími

Undirbúningi að þremur stórum verkefnum á Suðurlandi er lokið og leyfismál í höfn vegna byggingar Hvammsvirkjunar og vindorkugarðs í Búrfellslundi. Einnig á að stækka Sigölduvirkjun; bæta þar við fjórðu vélinni svo uppsett afl fari úr 150 MW í 215 MW.

Hvammsvirkjun hefur verið lengi í deiglunni, enda þykir hún hagfelldur kostur. Þannig mun virkjunin nýta sama vatnsfall og þær sjö aflstöðvar sem eru ofar í landinu á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Flestir þeir innviðir sem þarf eru á svæðinu, svo sem lón, línur og vegir, segir Ásbjörg.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert