Geirfuglsegg verður boðið upp hjá breska uppboðsfyrirtækinu Sotheby’s í London 4. desember næstkomandi.
Slík egg eru afar sjaldgæf en aðeins er talið að um 75 geirfuglsegg séu til. Enn sjaldgæfara er að þau séu boðin til sölu á uppboðum þar sem flest eggin eru í eigu opinberra safna, þar á meðal er eitt í eigu vísindasafns Náttúrufræðistofnunar Íslands en það barst safninu árið 1954.
Eggið á uppboðinu er metið á jafnvirði 9-12 milljóna króna.
Íslendingar keyptu uppstoppaðan geirfugl á uppboði hjá Sotheby’s í London fyrir rúmum 53 árum.
Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.