Hægfara framgangur í viðræðunum

Ástráður Haraldsson er ríkissáttasemjari.
Ástráður Haraldsson er ríkissáttasemjari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samninganefndir Kennarasambands Íslands, ríkis og sveitarfélaga hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því klukkan níu í morgun. Enn er setið við samningaborðið og verður hugsanlega eitthvað fram á kvöld.

Ríkissáttasemjari segir að hægfara framgangur sé í viðræðunum.

„Ég er að reyna að miðla málum, ganga á milli og gera tillögur að einhverjum vegferðum sem hægt er að fara,“ segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is.

„Alltaf að reyna að pönkast í þessu“

Aðspurður hvort það megi draga þá ályktun að einhver hreyfing sé á málum fyrst enn er fundað, segir Ástráður varasamt að gera það.

„Þetta er mjög seigt og erfitt, en við erum alltaf að reyna að pönkast í þessu, við erum öll að reyna. Það eru allir að reyna að gera sitt besta.

Fjölmiðlabann í gangi

Síðastliðinn laug­ar­dag varð veru­leg­ur fram­gang­ur í viðræðunum þegar deiluaðilar náðu að koma sér sam­an um viðræðugrund­völl og sam­mæl­ast um ákveðið verkpl­an, sem var lyk­il­atriði svo sam­talið gæti haf­ist fyr­ir al­vöru.

Þá hafði ekk­ert þokast í viðræðunum frá því að form­leg­ir samn­inga­fund­ir hóf­ust að nýju á þriðju­dag í síðustu viku, eft­ir sautján daga hlé.

Á laug­ar­dag óskaði rík­is­sátta­semj­ari líka eft­ir því við deiluaðila að þeir tjáðu sig ekki við fjöl­miðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert