Hvað ætla flokkarnir að gera í málefnum fatlaðs fólks?

Flokkarnir níu sem svöruðu segjast allir vilja vinna í þágu …
Flokkarnir níu sem svöruðu segjast allir vilja vinna í þágu málefna fatlaðs fólks. mbl.is/Eyþór

ÖBÍ réttindasamtök hafa birt svör stjórnmálaflokka sem bjóða sig fram til alþingiskosninga við þremur spurningum er varða réttindi fatlaðs fólks.

ÖBÍ lagði eftirfarandi þrjár spurningar fyrir flokkana:

1. Hver er afstaða þíns flokks til lögfestingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks?

2. Hvernig vill þinn flokkur tryggja mannsæmandi lífskjör fyrir fatlað fólk?

3. Hvernig vill þinn flokkur eyða biðlistum barna eftir greiningum og meðferð?

Svör bárust frá öllum flokkum sem bjóða fram að þessu sinni að Lýðræðisflokki undanskildum. 

Flokkarnir níu á sama máli

Athygli vekur að þeir níu flokkar sem svöruðu fyrstu spurningu ÖBÍ voru allir á sama máli að lögfesta þurfi samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. 

Flokkarnir vilja allir tryggja mannsæmandi lífskjör fyrir fatlað fólk og leggja til mismunandi tillögur til að verða að því. 

Þannig vill Framsóknarflokkur auka fjárfestingu í innviðum og þjónustu meðal annars. 

Flokkur fólksins vill hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 450.000 kr. á mánuði skatta og skerðingalaust.

Og Viðreisn vill fjölga samningum um notendastýrða persónulega aðstoða eða NPA svo að dæmi séu tekin. 

Enginn vill langa biðlista 

Allir vilja flokkarnir stytta biðlista barna eftir greiningu og meðferð en þó með mismunandi áherslum.

Þannig vill Miðflokkurinn vinna að auknu afkasti heilbrigðiskerfisins með samstarfi við einkaaðila.

Samfylkingin kveðst vilja efla heilsugæsluna, innleiða heimilisteymi og fjölga heimilislæknum og sálfræðingum á heilsugæslum um land allt.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill bæta kjör starfsfólks til þess að fleiri vilji starfa við meðferð og greiningu barna.

Sjá má svör flokkanna í heild sinni hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka