„Þetta er helvíti stórt stökk en við gátum fært allt á einn stað. Hér verður eitt móðurskip með góðri aðstöðu fyrir alla,“ segir Kormákur Geirharðsson kaupmaður.
Miklar vendingar verða í verslunarrekstri miðborgarinnar á næstu dögum þegar Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar flyst úr kjallaranum í Kjörgarði, þar sem hún hefur verið um árabil, að Laugavegi 29. Það er sögufrægt verslunarhúsnæði en þar var verslunin Brynja rekin um áratugaskeið. Nú hefur húsið verið tekið rækilega í gegn og mun eflaust henta vel fyrir hinn sígilda stíl sem einkennir vörur í verslun Kormáks og Skjaldar.
„Seli vinur okkar hannar búðina. Hún er smám saman að taka á sig mynd, eins og við höfum alltaf verið þarna,“ segir Kormákur. Verslun Kormáks og Skjaldar við Skólavörðustíg var lokað á dögunum í tengslum við flutningana en verslunin í Kjörgarði verður opin fram í janúar.
Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.