Kostnaðarsöm aðlögun

„Ég skil ekki þessa hugmyndafræði. Það mega ekki vera bílastæði …
„Ég skil ekki þessa hugmyndafræði. Það mega ekki vera bílastæði undir hverju og einu húsi íbúðareigendum til hagræðis en samtímis er gert ráð fyrir að síðar verði byggt gjaldskylt bílastæðahús miðsvæðis í Höfðahverfinu.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkrir af helstu húsbyggjendum landsins sem Morgunblaðið ræddi við gagnrýna að hverfi séu skipulögð út frá borgarlínu án þess að almenningssamgöngur fylgi með. Fyrir vikið sé hafin kostnaðarsöm aðlögun að nýju samgöngukerfi sem óvissa sé um hvenær verður að veruleika.

Tilefnið er að sérfræðingur í uppbyggingu félagslegra íbúða hafði samband við blaðið og lýsti yfir áhyggjum af skipulagi nýrra borgarlínuhverfa, þ.m.t. Keldnahverfisins, en þar og víðar væri gengið of langt í takmörkun bílastæða. Samtímis hefur vakið athygli að hægt gengur að selja nýjar íbúðir sem henta bíllausum lífsstíl.

Eykur áhættuna

Gylfi Ómar Héðinsson, annar eigandi BYGG, segir dýrt að byggja á þéttingarreitum. Það ásamt minni áhuga fólks á íbúðum án bílastæða þýði meiri áhættu í uppbyggingu íbúða

Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG Verks, segir borgina takmarka bílastæðaeign við ný hús í Höfðahverfinu.

„Ég skil ekki þessa hugmyndafræði. Það mega ekki vera bílastæði undir hverju og einu húsi íbúðareigendum til hagræðis en samtímis er gert ráð fyrir að síðar verði byggt gjaldskylt bílastæðahús miðsvæðis í Höfðahverfinu.“

Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa segir þetta áskorun. „Erfitt getur reynst að þröngva nýjum gildum inn í líf fólks með bílléttari lífsstíl, sérstaklega þegar bættar samgöngur eru ekki þegar komnar og talsvert í að það raungerist,“ segir Ingvi.

Það er aðeins fyrsti áfangi en enn lengri bið verður eftir borgarlínu í öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu þar sem verið er að þétta byggð.

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert