Kostnaður fór fram úr áætlun

Miklar endurbætur og breytingar hafa staðið yfir á húsinu. Hér …
Miklar endurbætur og breytingar hafa staðið yfir á húsinu. Hér má sjá iðnaðarmenn vinna á þaki hliðarhússins, kálfsins svonefnda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kostnaður við endurbætur og stækkun á húsnæði Seðlabanka Íslands á Kalkofnsvegi 1 hefur farið 449 milljónir fram úr áætlun.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við fyrirspurn frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmanni Flokks fólksins.

Forsætisráðherra segir að við vinnslu svarsins hafi verið óskað eftir upplýsingum frá Seðlabankanum.

Í aðdraganda sameiningar Seðlabanka og Fjármálaeftirlits árið 2019 hafi verið ljóst að fara þyrfti í umtalsverðar breytingar á húsnæði bankans.

Framkvæmdum við endurbætur á Kalkofnsvegi 1 er skipt í tvo fasa. Framkvæmdir á 2.-5. hæð í turni falla undir fyrri fasa framkvæmdanna og endurnýjun 1. hæðar og hluta af 2. hæð bankans sem tilheyrir hliðarbyggingu, kálfinum svokallaða, fellur undir síðari fasa.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert