Líta björtum augum á nýju reglugerðina

Óvissa tekur við hjá stórmeisturum sem voru á föstum launum.
Óvissa tekur við hjá stórmeisturum sem voru á föstum launum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Auðvitað eru ekkert allir kátir með þetta. Kannski síst þeir sem eru núna á laununum og lenda kannski í meiri óvissu,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, um nýja reglugerð um afrekssjóð í skák sem undirrituð var í dag.

„Þá verða störf og föst laun stórmeistara lögð niður. Auk styrkja til stórmeistara verður einnig hægt að úthluta styrkjum til framúrskarandi eða efnilegra skákmanna úr nýjum afrekssjóði. Stórmeistarar á launum frá ríkinu njóta forgangs til styrkja árið 2025,“ segir í tilkynningu Stjórnarráðs um málefnið.

Styrkir ekki að fara að minnka

Gunnar segir málið þó ekki nýtt af nálinni og að töluverður tími sé kominn síðan frumvarpið var lagt fyrir.

Þá tekur hann fram að það muni sömu upphæð verði úthlutað með nýju lögunum þannig að styrkir til afreksstarfs eru ekki að fara að minnka.

„Nema það er ekki veitt sjálfkrafa fyrir það að vera stórmeistari heldur frekar horft á aðra þætti eins og bara ástundun og frammistöðu.“

Líta á þetta björtum augum 

Hann segir að ekki séu allir í skáksamfélaginu kátir með nýju lögin, þá síst þeir sem eru nú á föstum launum og lenda þar að leiðandi í meiri óvissu.

„En ég held að skáksamfélagið almennt líti á þetta bara björtum augum.“

Hann segir að stórmeistarar muni, eftir að lögin taka gildi 1. febrúar 2025, þurfa að sækja um eins styrki eins og aðrir og þá uppfylla kröfur um getu og frammistöðu.

„Þannig að það verður meiri óvissa fyrir þá.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert