Ný könnun: Flokkur fólksins og Framsókn bæta við sig

mbl.is/Karítas

Flokkur fólksins og Framsóknarflokkur bæta við fylgi sitt um tvö prósent. Þetta sýnir könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna sem birtist á Vísi. 

Þá kemur fram, að Samfylkingin og Viðreisn dali um um það bil tvö prósentustig á milli Maskínukannana og Píratar mælast inni á þingi.

Fylgi Samfylkingarinnar mælist 20,4% og Viðreisnar 19,2%. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn mælist 14,5%, og stendur nánast í stað á milli kannana. 

Miðflokkur mælist nú með 11,6%, Flokkur fólksins með 10,8% og Framsóknarflokkinn mælist með 7,8%.

Píratar komast yfir fimm prósenta múrinn en fylgið mælist nú 5,4%. Fylgi við Sósíalistaflokkinn mælist fimm prósent, Vinstri græn mælast með 3,7%, Lýðræðisflokkurinn mælist með 1,1% og Ábyrg framtíð 0,5%.

Fjöldi svarenda í könnun Maskínu var 2.617.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka