Útboðið án samþykkis ráðuneytis

Lilja Dögg Alfreðsdóttir.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir. mbl.is/Karítas

Fullyrðing forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands í Morgunblaðinu í gær um að ráðist hafi verið í útboð á hönnun grunnsýningar í safninu á EES-svæðinu með vitund og vilja ráðuneytisins þrátt fyrir að fjármagn hafi ekki verið fulltryggt er röng.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu í kjölfar ummæla forstöðumannsins, Hilmars J. Malmquist, í blaðinu í gær.

„Forstöðumaður NMSÍ hafði hvorki samþykki né umboð frá ráðuneytinu til þess að ráðast í slíkt útboð. Hugmynd um útboð var rædd við ráðuneytið en NMSI fékk ekki samþykki fyrir því. Hefur forstöðumaður ítrekað verið beðinn skriflega um að halda að sér höndum hvað varðar sýningargerð þar sem sá hluti verkefnisins sé ekki fullfjármagnaður,“ segir í tilkynningu ráðuneytis Lilju Alfreðsdóttur.

Þar segir ennfremur að allt verkefnið, flutningur safnsins, endurbætur á húsnæði og hönnun á grunnsýningu, hafi verið brotið niður í verkþætti og fjármögnun forgangsraðað eftir því. Áætluð verklok endurbóta séu í september 2025.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert