Vilja áfrýjun til Hæstaréttar

Það skýrist á næstu dögum hvort dómi í héraði verði …
Það skýrist á næstu dögum hvort dómi í héraði verði áfrýjað. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Við höfum ekki beina aðkomu að dómsmálinu, það eru bara Innnes og Samkeppniseftirlitið, en félagsmenn okkar sem um ræðir höfðu hvorki aðkomu að né tækifæri til þess að koma að málinu,“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, SAFL, spurð um viðhorf samtakanna til mögulegrar áfrýjunar nýlegs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur um ólögmæti setningar Alþingis á búvörulögum.

Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að staðið hefði verið að lagasetningunni með ólögmætum hætti, þar sem svo miklar breytingar hefðu verið gerðar á frumvarpi þar um á milli 1. og 2. umræðu á Alþingi, að í raun hefði verið um nýtt frumvarp að ræða sem ekki hefði hlotið tilskilinn fjölda umræðna á þingi, skv. stjórnarskrá.

Hún segir samtökin þess mjög fýsandi að málinu verði áfrýjað og helst beint til Hæstaréttar og hafa hvatt til þess að svo verði gert.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert