Bilun í loftræstikerfi olli lekanum

Slökkviliðsmenn fyrir utan skólann.
Slökkviliðsmenn fyrir utan skólann. Ljósmynd/Aðsend

Brunavarnir Árnessýslu hafa lokið störfum í Sunnulækjarskóla á Selfossi eftir að vatnsleki varð þar í nótt.

Að sögn Hafsteins Davíðssonar varðstjóra olli bilun í loftræstikerfi lekanum. Vatn lak inn á fyrstu og aðra hæð skólans.

Slökkviliðið var kallað út vegna lekans skömmu fyrir klukkan 7 í morgun.

Tjón á veggjum og lofti 

Spurður segir hann tjónið ekki hafa verið mjög mikið, við fyrstu sýn. Tjón varð á milliveggjum og kerfislofti, auk þess sem vatn lak inn í rafmagnstöflur á tveimur stöðum.

Slökkviliðsmaður að störfum í skólanum.
Slökkviliðsmaður að störfum í skólanum. Ljósmynd/Aðsend

„Við skófum og ryksuguðum allt sem við gátum á staðnum,“ segir Hafsteinn.

„Þetta var töluverður leki en störf gengu vel á vettvangi og starfsmenn bæjarins og iðnaðarmenn voru fljótir á staðinn og ætla að kippa þessu í liðinn,“ bætir hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert