49 Grímseyingar eru á kjörskrá og höfðu 17 þeirra greitt atkvæði utan kjörfundar í gær, allir nema Anna María Sigvaldadóttir, formaður kjörstjórnar í Grímsey.
Hún segir í samtali við Morgunblaðið að eðli málsins samkvæmt megi hún ekki greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sjálfri sér, og hyggst hún greiða atkvæði í dag hjá sýslumanninum á Akureyri, þegar hún fer með kjörgögn hinna sautján til Akureyrar.
Engu að síður verður að hafa kjörstað opinn í eyjunni í einhvern tíma á sjálfan kjördag lögum samkvæmt og fá Grímseyingar þá kost á að breyta atkvæði sínu, snúist þeim hugur einhvern tímann á næsta sólarhring. „Svo kíkja kannski einhverjir bara í kaffi,“ segir Anna María.
Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að 18 væru á kjörskrá í Grímsey en það rétta er að þeir eru 49.