Kíki Queer bar ehf. sem rak skemmtistaðinn Kíkí þar til í sumar er gjaldþrota. Kíkí hóf rekstur fyrir um ellefu árum og hefur sett svip sinn á bæjarlífið síðan þá. Hefur hann notið vinsælda meðal samkynhneigðra á Íslandi.
Barnum var lokað um hríð fyrir sumarið en Guðfinnur Sölvi Karlsson, sem stofnaði Kíkí árið 2013 en seldi svo árið 2014, er aftur orðinn eigandi barsins. Að sögn hans urðu eigendaskipti snemmsumars. Er Kíkí nú rekið undir rekstarfélaginu 22 kaffi ehf., en Guðfinnur er einnig eigandi að skemmtistaðnum og kaffihúsinu 22 á Laugavegi.
Að sögn hans hefur hann gert breytingar á staðnum og er neðri hæð hússins nú orðin kaffihús.